10.11.1954
Sameinað þing: 13. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 662 í D-deild Alþingistíðinda. (3010)

208. mál, launalög

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Árið 1949 var skipuð n. til þess að endurskoða launalögin frá 1945. Á árinn 1950 hafði þessi n. samið frv. að nýjum launalögum. Þetta frv. var afhent stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja til athugunar og umsagnar. Hefur frv. verið til meðferðar hjá bandalaginu síðan. En hinn 29. okt. s. l. sendi bandalagið ráðuneytinu álit sitt ásamt ýmsum fylgiskjölum. Á s. l. sumri bar svo stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja fram þá ósk, að skipuð yrði ný n. til þess að ganga frá þeirri endurskoðun launalaganna, sem hófst með skipun nefndarinnar 1949. Varð ríkisstj. við þeirri ósk, og er n. nú tekin til starfa og er að störfum.

Þess er vart að vænta, að frv. til nýrra launalaga verði lagt fyrir yfirstandandi þing, þar sem mjög mikið starf er óunnið, til þess að hægt sé að ganga frá nýju frv.