02.12.1954
Sameinað þing: 21. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í D-deild Alþingistíðinda. (3038)

211. mál, jöfn laun karla og kvenna

Fyrirspyrjandi (Kristín Sigurðardóttir):

Herra forseti. Á s. l. Alþingi var samþ. þáltill. um að skora á ríkisstj. að undirbúa nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæta vinnu gæti orðið staðfest á Íslandi. Þetta mál, jafnrétti í launamálum, hefur árum saman verið eitt helzta áhugamál kvennasamtakanna í landinu, enda augljóst hagsmuna- og réttindamál kvenna. Það er nú komið hátt upp í ár síðan samþykkt þessi var gerð, og er mörgum farið að lengja eftir að heyra eitthvað um, hvað málinu líður. Leyfi ég mér hér með að beina þeirri spurningu til hæstv. félmrh., hvað ríkisstj. hefur gert til framgangs þessa máls.