11.02.1955
Neðri deild: 46. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2052 í B-deild Alþingistíðinda. (3263)

Afgreiðsla mála úr nefndum

forseti (SB):

Þá er dagskrá þessa fundar þrotin, en áður en ég slít fundi, vildi ég leyfa mér að lesa hér upp lista um það, hvaða mál liggja hjá hv. þingnefndum, og jafnframt beina þeim óskum til þeirra, hverrar einstakrar og allra í heild, að skila sem fyrst nál. um þau mál, sem óafgreidd liggja.

Það eru þá fyrst þau þingmál, sem liggja hjá hv. allshn.: 1) Ríkisborgararéttur, 3. mál, stjfrv., í nefnd frá 13. okt. 2) Bifreiðalög, 5. mál, stjfrv., í nefnd frá 13. okt. 3) Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 39. mál, flm.: Gils Guðmundsson og Bergur Sigurbjörnsson, er í nefnd frá 19. okt. 4) Útsvör, 81. mál, flm.: Einar Ingimundarson, Gísli Guðmundsson, Gunnar Jóhannsson, Halldór Ásgrímsson og Eggert Þorsteinsson, er í nefnd frá 8. okt. 5) Brunabótafélag Íslands, 129. mál, flm.: Jónas Rafnar, Jón Sigurðsson, Emil Jónsson, Gils Guðmundsson, Gísli Guðmundsson og Lúðvík Jósefsson, er í nefnd frá 7. febr. 6) Hegningarlög, 4. mál, Ed., er í nefnd frá 10. des.

Hjá hv. fjhn. eru þessi mál: 1) Ríkisreikningur 1952, 120. mál, stjfrv., er í nefnd frá 9. des. 2) Lífeyrissjóður barnakennara, lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna og lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, öll í nefnd frá 7. febr. 3) Tekjuskattur og eignarskattur, 21. mál, flm.: Gunnar Jóhannsson og Karl Guðjónsson, er í nefnd frá 14. okt. 4) Brúagjald af benzíni, 42. mál, flm.: Gísli Guðmundsson, er í nefnd frá 19. okt. 5) Áburðarverksmiðja, 49. mál, flm.: Einar Olgeirsson, er í nefnd frá 21. okt. 6) Tollskrá o. fl., 50. mál, flm.: Sigurður Bjarnason og Gunnar Thoroddsen, er í nefnd frá 21. okt. 7) Togarasmíði innanlands, 56. mál, flm.: Karl Guðjónsson, Lúðvík Jósefsson, Gunnar Jóhannsson og Einar Olgeirsson, er í nefnd frá 25. okt. 8) Stuðningur við bæjar- og sveitarfélög til atvinnuaukningar, 57. mál, flm.: Gunnar Jóhannsson, Lúðvík Jósefsson, Karl Guðjónsson, er í nefnd frá 25. okt. 9) Olíueinkasala, 72. mál, flm.: Hannibal Valdimarsson, Gylfi Þ. Gíslason, Emil Jónsson og Eggert Þorsteinsson, er í nefnd frá 1. nóv. 10) Atvinnujöfnun, 79. mál, flm.: Magnús Jónsson, Einar Ingimundarson, Kjartan J. Jóhannsson, Sigurður Bjarnason, er í nefnd frá 4. nóv. 11) Bygging íbúðarhúsa til útrýmingar herbúðum o. fl., 91. mál, flm.: Einar Olgeirsson og Sigurður Guðnason, er í nefnd frá 18. nóv. 12) Olíuflutningaskip, 109. mál, flm.: Gils Guðmundsson og Bergur Sigurbjörnsson, er í nefnd frá 26. nóv. 13) Mótvirðissjóður, 108. mál, flm.: Bergur Sigurbjörnsson og Gils Guðmundsson, er í nefnd frá 30. nóv. 14) Tekjuskattur og eignarskattur, 134. mál, flm.: Karl Guðjónsson, er í nefnd frá 8. febr. 15) Útsvör, 135. mál, flm.: Karl Guðjónsson, er í nefnd frá 8. febr.

Hjá hv. heilbr.- og félmn. eru þessi mál: 1) Sömu laun karla og kvenna, 18. mál, fim.: Hannibal Valdimarsson, er í nefnd frá 14. okt. 2) Orlof, 20. mál, flm.: Gunnar Jóhannsson og Karl Guðjónsson, er í nefnd frá 14. okt. 3) Orlof, 23. mál, flm.: Eggert Þorsteinsson, er í nefnd frá 14. okt. 4) Byggingarsjóður kauptúna, 64. mál, flm.: Gísli Guðmundsson, Halldór Ásgrímsson og Eiríkur Þorsteinsson, er í nefnd frá 29. okt. 5) Læknaskipunarlög, 25. mál Ed., er í nefnd frá 26. nóv.

Hjá hv. iðnn. eru eftirfarandi mál: 1) Iðnaðarmálastofnun Íslands, 63. mál, stjfrv., er í nefnd frá 29. okt. 2) Iðnskólar, 94. mál, stjfrv., er í nefnd frá 18. nóv. 3) Brotajárn, 32. mál, flm.: Gils Guðmundsson og Bergur Sigurbjörnsson, er í nefnd frá 18. okt. 4) Iðnlánasjóður, 75. mál, flm.: Jónas Rafnar, Magnús Jónsson og Pétur Ottesen, er í nefnd frá 4. nóv. 5) Öryggisráðstafanir á vinnustöðum, 121. mál, flm.: Eggert Þorsteinsson, er í nefnd frá 10. des.

Hjá hv. landbn. eru þessi mál: 1) Sandgræðsla og hefting sandfoks, 96. mál, flm.: Páll Þorsteinsson og Halldór Ásgrímsson, er í nefnd frá 22. nóv. 2) Áburðarverksmiðja, 110. mál, flm.: Bergur Sigurbjörnsson og Gils Guðmundsson, er í nefnd frá 26. nóv. 3) Dýralæknar, 66. mál, Ed., er í nefnd frá 26. nóv.

Hjá hv. menntmn. eru eftirfarandi mál óafgreidd : 1) Prófessorsembætti í læknadeild háskólans, 28. mál, stjfrv., er í nefnd frá 13. okt. 2) Félagsheimili, 24. mál, flm.: Eggert Þorsteinsson, er í nefnd frá 18. okt. 3) Gagnfræðanám, 69. mál, flm.: Hannibal Valdimarsson, er í nefnd frá 1. nóv. 4) Kirkjubyggingasjóður, 122. mál, flm.: Gísli Guðmundsson og Halldór Ásgrímsson, er í nefnd frá 10. des. 5) Útvarpsrekstur ríkisins, 27. mál Ed., er í nefnd frá 8. nóv. 6) Vistheimili fyrir stúlkur, 14. mál Ed., er í nefnd frá 8. febr.

Hjá hv. samgmn. eru eftirfarandi mál óafgreidd: 1) Vegalög, 36. mál, flm.: Magnús Jónsson, Jónas Rafnar, Einar Ingimundarson, Steingrímur Steinþórsson og Jón Sigurðsson, er í nefnd frá 18. okt. 2) Sýsluvegasjóðir, 86. mál, flm.: Jón Pálmason, er í nefnd frá 12. nóv. 3) Hafnargerðir og lendingarbætur, 111. mál, flm.: Jón Sigurðsson og Steingrímur Steinþórsson, er í nefnd frá 29. nóv.

Hjá hv. sjútvn. eru eftirtalin mál óafgreidd: 1) Fiskveiðasjóður Íslands, 78. mál, stjfrv., er í nefnd frá. 5. nóv. 2) Hvíldartími háseta á botnvörpuskipum, 19. mál, flm.: Sigurður Guðnason, Einar Olgeirsson og Gunnar Jóhannsson, er í nefnd frá 14. okt. 3) Fiskveiðalandhelgi Íslands. 45. mál, flm.: Hannibal Valdimarsson, er í nefnd frá 19. okt. 4) Togaraútgerð ríkisins til atvinnujöfnunar, 61. mál, flm.: Hannibal Valdimarsson og Eiríkur Þorsteinsson, er í nefnd frá 26. okt. 5) Landshöfn í Keflavíkur- og Njarðvíkurhreppum, 125. mál, flm.: Ólafur Thors og Emil Jónsson, er í nefnd frá 15. des. 6) Atvinna við siglingar, 136. mál, flm.: Karl Guðjónsson, er í nefnd frá 7. febr. 7) Eftirlit með skipum, 130. mál, flm.: Karl Guðjónsson og Lúðvík Jósefsson, er í nefnd frá 8. febr.

Ég vil leyfa mér að endurtaka þau tilmæli mín til hv. þingdeildarnefnda, að þær afgreiði þessi mál, þannig að þau geti fengið þinglega afgreiðslu í hv. þingdeild.