10.05.1955
Efri deild: 88. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2072 í B-deild Alþingistíðinda. (3326)

Starfslok deilda

Haraldur Guðmundsson:

Ég vil leyfa mér að flytja hæstv. forseta þakkir mínar og deildarmanna fyrir röggsama og óhlutdræga stjórn á meðferð mála hér í þessari deild. Jafnframt vil ég flytja honum og fjölskyldu hans beztu óskir um gleðilegt sumar og óska þess, að við megum allir heilir hittast hér að hausti komanda, þegar þing kemur aftur saman. Ég vænti, að hv. deildarmenn taki undir árnaðaróskir mínar til forseta og þakkir með því að rísa úr sætum. — [Deildarmenn risu úr sætum.]