11.05.1955
Sameinað þing: 59. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2076 í B-deild Alþingistíðinda. (3332)

Þinglausnir

Einar Olgeirsson:

Ég vil leyfa mér, og ég veit, að ég mæli þar fyrir hönd allra hv. þm., að þakka hæstv. forseta fyrir góðar óskir í okkar garð. Ég vil enn fremur fyrir hönd þm. þakka honum fyrir gott samstarf við okkur og fyrir góða og röggsama fundarstjórn. Ég vil óska honum góðrar heimferðar og góðrar heimkomu og gleðilegs sumars og vona, að við sjáum hann aftur heilan á húfi í haust, þegar störf hefjast að nýju.

Ég vil biðja hv. þm. um að rísa úr sætum sínum til að taka undir árnaðaróskir mínar við hæstv. forseta. — [Þingmenn risu úr sætum.]

Forseti (JörB): Ég vil þakka hv. 2. þm. Reykv. hans hlýju orð og árnaðaróskir mér til handa og hv. þm. fyrir að hafa tekið undir þær.

Forseti Íslands (Ásgeir Ásgeirsson): Háttvirtir alþingismenn. Í dag hefur verið gefið út svolátandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:

Ég hef ákveðið, að Alþingi, 74. löggjafarþingi, skuli slitið í dag, miðvikudaginn 11. maí 1955. Mun ég því slíta Alþingi í dag.

Gert í Reykjavík, 11. maí 1955.

Ásgeir Ásgeirsson.

Ólafur Thors.“

Samkvæmt bréfi því, sem ég hef lesið, segi ég þessu þingi, sem nú hefur lokið störfum, slitið.

Ég óska þingmönnum velfarnaðar, þjóðinni heilla og bið þingheim að minnast fósturjarðar vorrar, Íslands, með því að rísa úr sætum.

Þingheimur stóð upp, og forsætisráðherra, Ólafur Thors, mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi“.

Tók þingheimur undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.

Var síðan af þingi gengið.