10.02.1955
Efri deild: 44. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 433 í B-deild Alþingistíðinda. (419)

145. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1955

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Um það frv., sem hér liggur fyrir, vil ég aðeins segja það, þar sem hæstv. forsrh. er ekki viðstaddur, að það er í stíl við það, sem flutt hefur verið undanfarin þing. Það er öllum ljóst, að því þingi, sem nú situr, verður ekki lokið á þeim tíma, sem Alþ. skyldi að lögum koma saman, og er því nauðsynlegt að setja aðra reglu um það þegar af þeirri ástæðu. Er frv. nú sniðið eftir því, sem var á síðasta ári, og geri ég ráð fyrir, að ekki verði um það ágreiningur. Ég legg til, að því verði vísað til.2. umr. Ég sé ekki ástæðu til að vísa því til nefndar frekar en verkast vill. Málið liggur alveg ljóst fyrir.