22.11.1954
Efri deild: 20. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 467 í B-deild Alþingistíðinda. (514)

25. mál, læknaskipunarlög

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Það kom nú hljóð úr horni frá hv. þm. S-Þ. út af brtt. minni. Skal ég ekkí fara langt út í að svara hans ræðu. Hann sagði, að till. mín væri um að taka þennan rétt til læknissóknar á Akureyri af Svalbarðsstrandarhreppi og þeim hluta Hálshrepps, sem hefur haft þennan rétt.

Ég tók það fram í minni fyrri ræðu — (Gripið fram í.) Ekki upphaflega. Ég flutti ekki till., fyrr en ég var búinn að sjá till. n. Það var aldrei meining mín, — ég get tekið það fram nú, — að rétturinn félli niður að því er Svalbarðsstrandarhrepp snertir, jafnvel þó að frv. að því er héraðsskiptinguna sjálfa snertir hefði verið óbreytt, því að ég verð að játa það, að mér finnst það eðlilegt, að Svalbarðsstrandarhreppur geti ~sótt lækni til Akureyrar, þar sem hann er, eins og hv. þm. S-Þ. tók fram, svo nærri Akureyri.

Næst líkti hv. þm. þessari till. minni við annað mál, sem hér var á döfinni í fyrra viðvíkjandi Bleiksmýrardal. Ég sé ekki beinlínis líkinguna, en hann sagði eitthvað á þá leið, að Eyfirðingar vildu ekki gera það endasleppt að beita Þingeyinga eða Fnjóskdæli, nánar tiltekið, yfirgangi. Yfirgangurinn var nú sá í fyrra að því er Bleiksmýrardalsmálið snerti, að Eyfirðingar vildu fá að nota eign sína og vildu fá að nota rétt, sem þeir að lögum og rétti höfðu haft um aldaraðir, en Þingeyingar vildu taka af þeim. Ég sé ekki, að það sé mikil] yfirgangur að vilja halda á sínum rétti. Og ég sé ekkí heldur, að það sé mikill yfirgangur, þó að Eyfirðingar geri kröfu til þess, að þeim sé séð fyrir læknisþjónustu eins og öðrum mönnum, þannig að það sé mögulegt fyrir mann að komast yfir þau störf. Það getur staðið svo á, bæði á Akureyri og þá sérstaklega í sveitum Eyjafjarðar, að þó að það sé lífsnauðsyn að ná í lækni, þá sitji hann veðurtepptur austur í Fnjóskadal. Þetta hefur komið fyrir oft og mörgum sinnum, og það mun koma fyrir áfram, ef það helzt, að hann eigi að gegna þar læknisstörfum.

Ég vék að því, að það væri breytt viðhorf vegna vegasambands, sem komið er á til Höfðahverfis og Grenivíkur. Hv. þm. S-Þ, vildi ekki gera mikið úr því, að ástandið væri breytt að þessu leyti. Ég verð þó að halda því fram, að það sé gerbreytt, og það svo, eins og hann reyndar varð að viðurkenna að ætti sér stað stundum á vorin, að það kemur endalaust fyrir, að Vaðlaheiði er ófær, og þá er farið út með Eyjafirði og í gegnum Dalsmynni á bílum, sem sé þá leið, sem héraðslæknirinn á Grenivík þyrfti að fara inn í Fnjóskadalinn.

Hann minntist á, að — (Dómsmrh.: Hvort er lengra að fara, úr Grenivík eða Akureyri?) Ef sú leið er farin, þá er auðvitað miklu lengra að fara til Akureyrar. (Gripið fram í.) Yfir Vaðlaheiði? (Gripið fram í: Já.) Þá er styttra til Akureyrar. Og á sumrin mundi þetta ekki koma að mikilli sök, sjaldnast. Það er á veturna, þegar Vaðlaheiði er illfær, en læknirinn brýzt þó austur í Fnjóskadal, sem þetta getur komið að mjög mikilli sök.

Hv. þm. minntist á það, að læknirinn í Grenivik, sem nú er, væri heilsulítill. Það er nú ekki gott að setja lög, sem miðuð eru við heilsu einstakra manna, sem nú gegna embættum. En hitt sjá allir, sem nokkuð vita um íbúafjölda á þessum svæðum, að þó að Fnjóskadalur bætist við lækninn á Grenivík, þá hefur hann miklu léttara starf en héraðslæknirinn á Akureyri. Ég gæti haldið, að hann hefði svona tíunda partinn af því starfi, sem héraðslæknirinn á Akureyri verður á sig að leggja, og þá ætti að sjást, hvar sanngirnin er í þessu máli.

Hv. þm. sagði, að þó að þessi réttur manna til að sækja lækni til Akureyrar héldist, þá mundi nokkru samt sem áður vera létt af héraðslækninum á Akureyri í störfum við það, að þetta svæði sameinaðist Grenivíkurhéraði, og hann nefndi þar sérstaklega eftirlit með skólum. Ég býst við því, að þetta sé rétt. En ég hugsa líka, að þetta yrði það eina, sem á honum létti, þ.e. að skoða skólabörnin á haustin. Hitt er svo aftur rétt, eins og ég aðeins vék að, að þegar Grenivíkurlæknishérað breytist, og hv. þm. hefur ekkert á móti því að breyta því, þó að það eigi að hans áliti að vera meira að nafni, meira í orði heldur en á borði, þá er í sjálfu sér ekkert vit í læknissetrinu, að það sé á Grenivík, og ég held, að það hefði verið réttara af honum sem þm. Þingeyinga að flytja till. um að flytja læknissetrið þarna til heldur en að leggjast á móti minni brtt.

Hv. þm. sagði, að íbúar Illugastaða- og Hálssókna í Hálshreppi mundu skoða þessa till. mína tilræði við sig. Ég veit nú ekki beint, hvað hann meinar með tilræði, sennilega það að setja menn þar í lífshættu, vegna þess að þeir geti ekki fengið læknisþjónustu, — en að halda því fyrirkomulagi, sem verið hefur, að hafa héraðslækninn á Akureyri sí og æ austur í Fnjóskadal, hríðtepptan stundum og tepptan af ófærð, held ég, að sé þá tilræði við æði marga Eyfirðinga.

Hv. frsm. n. minntist á till. mína og hafði það eitt að segja, að læknaskipunin væri byggð upp að mestu eftir óskum manna og það mundu vera óskir manna í fremri hluta Hálshrepps, að þeir hefðu rétt til læknissóknar á Akureyri. En ég get fullyrt, að það eru almennt óskir Eyfirðinga að fá að hafa sinn lækni í friði og hann þurfi ekki að vera tepptur í öðrum héruðum, þegar þeir eru veikir. Og hverjir skyldu vera fleiri, Eyfirðingar í þessu læknishéraði eða íbúar Háls- og Illugastaðasókna í Hálshreppi?

Ég er ekki alveg viss um það, að stefna n. í þessu atriði sé nokkuð lýðræðislegri en mín till. Það verð ég mjög að draga í efa. Það gengur oft svo, að álit nefnda er samþykkt, og þannig var það í fyrra um Bleiksmýrardal, að hv. þm. S-Þ. varð að sætta sig við það, að þar var álit n. samþykkt. Ég býst við, að fari eins fyrir mér, en eins og ég aðeins vék að í minni fyrri ræðu, þá hlýtur að leiða þar af krafa um skiptingu Akureyrarlæknishéraðs. Það er ómögulegt fyrir venjulegan mann að gegna þessu læknishéraði eins og það hefur verið, ef Fnjóskadalur á að fylgja með. Ég get alveg fullyrt það og hef nægan kunnugleika til þess að fullyrða það. Ég fullyrði ekki um, hvort sú krafa kemur endilega fram á þessu þingi, í sambandi við afgreiðslu þessa frv., en þetta er óhjákvæmilegt innan mjög skamms tíma.