19.04.1955
Neðri deild: 74. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 528 í B-deild Alþingistíðinda. (614)

4. mál, hegningarlög

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað frv. það, sem hér er til umr., og er hún sammála um að mæla með því, að það verði samþ. óbreytt.

Frv. þetta er borið fram af ríkisstj. og hefur farið í gegnum hv. Ed. og sú d. enga breytingu á því gert. Það felur í sér allverulegar breytingar á VI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19 12. febr. 1940, en sá kafli l. fjallar um skilorðsbundna refsidóma.

Hinir fróðustu menn hafa fjallað um frv. þetta og annazt samningu þess, og er ýtarlega gerð grein fyrir breyt. í grg. með frv.

Eins og áður er sagt, leggur n. til og er sammála um, að frv. verði samþ. óbreytt.