01.03.1955
Neðri deild: 54. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (684)

137. mál, lífeyrissjóður barnakennara

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að ræða mikið um þetta mál eða þær brtt., sem fjhn. flytur á þskj. 410. N. flytur þar fjórar till., og þær eru samhljóða till., sem n. ber fram við það frv., sem var hér til 2. umr. næst á undan þessu máli.

Það eru hér á ferð þrjú frv. um breytingar á l. um lífeyrissjóði, og eru þau mjög svipuð og svipaðar breytingar yfirleitt, sem þar er lagt til að gerðar verði á öllum þessum l., og að því er þetta snertir, þá eru brtt. n., eins og ég sagði, samhljóða þeim till., sem hún flytur til breytinga á frv. um breyt. á l. um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Ég get því látið nægja að vísa til þess, sem ég sagði í umr. um það mál um brtt., og eins og fram kemur í nál., mælir fjhn. með því, að þetta frv. verði samþ. þannig breytt.