04.04.1955
Efri deild: 67. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 579 í B-deild Alþingistíðinda. (720)

138. mál, lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Það er sama um þetta mál að segja og það, sem nú var verið að afgreiða. Brtt. fjalla um sama efni, og er n. öll sammála um 2. till., en ég hef fyrirvara og er andvígur 1. og 3. brtt.

Mér þykir aðeins ástæða til þess að vekja athygli á því, að í 3. gr. frv. er gert ráð fyrir, að þegar sjóðfélagi hefur greitt í þennan sjóð 25 ár, skuli iðgjaldagreiðslur falla niður. Ástæðan til þess, að hér er ekki miðað við 30 ár eins og í hinum tveim frv., sem hér hafa verið til umræðu, er sú, að lífeyrisaldur hjá hjúkrunarkonum hefst við 60 ára aldur í staðinn fyrir 65 ára hjá hinum sjóðunum, og við það eru þessi 25 ár miðuð í frv.

Fleira hef ég ekki um þetta að segja. Það gildir sama um afstöðu mína á móti 1. og 3. till. og ég gerði grein fyrir í sambandi við hin önnur mál, sem á undan voru á dagskránni.