29.04.1955
Efri deild: 76. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 790 í B-deild Alþingistíðinda. (916)

94. mál, iðnskólar

Finnbogi R. Valdimarsson:

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að það sé nauðsynlegt að opna vel færum mönnum í ýmsum iðngreinum, sem ekki hafa réttindi, möguleika til þess að fá þau. En þessi brtt. er svo orðuð og borin fram og vafasamt, að hún sé borin fram hér réttilega við þetta frv., að ég treysti mér ekki til að greiða henni atkv. eins og hún er orðuð og segi því nei.