08.12.1955
Neðri deild: 28. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1045 í B-deild Alþingistíðinda. (1067)

118. mál, ný orkuver og orkuveitur

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég veitti því athygli, að það var ekki lagt til af frsm., að þessu frv. yrði vísað til n., og mun það vera vegna þess, að málið er flutt af n. Það er ekki venja, að þeim málum sé vísað til nefnda, sem flutt eru af nefndum, þó að það hins vegar þurfi ekki að fara í bága við ákvæði þingskapa að gera svo. Nú er það ekki ætlun mín að gera um það till. sérstaklega, að málinn verði vísað til n., en ég hef leyft mér að flytja þegar á þessu stigi málsins brtt. við frv., sem nú er í prentun og ekki fram komin hér á fundi. Ég mun því ekki lýsa henni nánar nú, en ég vil mælast til þess við hv. n., sem flutt hefur frv., að um leið og hún að sjálfsögðu tekur frv. til áframhaldandi athugunar, þó að því sé ekki vísað til hennar, taki hún einnig til athugunar þessa brtt. mína, sem væntanlega verður útbýtt hér síðar á þessum fundi, því að ég legg áherzlu á það fyrir mitt leyti, að hún komi til meðferðar í n. fyrir 2. umr. Þess vegna hef ég nú mælt þessi orð hér og vil beina þessari ósk til hv. fjhn., sem flutti málið.