26.03.1956
Neðri deild: 96. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1343 í B-deild Alþingistíðinda. (1329)

162. mál, sala jarðeigna í opinberri eigu

Frsm. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Út af framkominni brtt. frá hv. 2. þm. Reykv. vil ég geta þess, að það er ekki heimilt að selja jarðir nema því aðeins að bjóða viðkomandi hreppi eða hreppsnefndum þær til kaups áður, og fari svo, að þær jarðir verði síðar seldar, sem hér er verið að heimila sölu á, þá getur ábúandi ekki selt þær samkvæmt þeim lögum, sem nú gilda, nema því aðeins að leitað verði samþykkis viðkomandi hreppsnefndar, og að því leyti er þessi tili. hv. þm. óþörf.