24.03.1956
Efri deild: 94. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (1342)

125. mál, lögreglumenn

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. þetta var flutt í Nd. upphaflega af hv. þm. N-Þ. (GíslG), en var þá alltakmarkaðra en það er nú. Ég benti á það strax við 1. umr. þá, að frv. hefði þarft nýmæli að geyma, þó að það yrði að gera nokkru viðtækara en í upphafi var ætlunin. Síðan var af n. hálfu haft samráð við mig um breyt. á frv., og frv. í núverandi mynd er í rauninni samið í dómsmrn. og ætti að geta orðið til verulegra umbóta frá því, sem verið hefur, sérstaklega þegar litið er til þeirra auknu fjárveitinga til löggæzlu, sem fengust á fjárlagafrv. Ég hika því ekki við að segja, að frv., eins og það nú er orðið, er veruleg réttarbót, og vil eindregið mæla með því, að það nái fram að ganga. Ég legg til, að því verði vísað til allshn.umr. lokinni.