28.03.1956
Efri deild: 104. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1362 í B-deild Alþingistíðinda. (1401)

197. mál, gjafabréf fyrir Þykkvabæ

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Ég vildi eindregið mælast til þess, að þetta mál gæti fengið að ganga áfram nefndarlaust. Þetta er ákaflega einfalt mál. Það er þannig, að í gjafabréfi þessara heiðurshjóna var ákveðið, að ekki mætti veðsetja jörðina, en allar breytingar verður hins vegar að gera á löggjafarþinginu. Hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps hefur óskað eftir þessari breytingu og landbrn., og landbn. Nd. hefur flutt málið fyrir ráðuneytisins hönd. Ég vil því mælast til þess, að þetta fái að ganga áfram nefndarlaust.