05.12.1955
Neðri deild: 26. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í C-deild Alþingistíðinda. (1573)

16. mál, kjörskrá í Kópavogskaupstað

Frsm. meiri hl. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Eins og sjá má á nál. á þskj. 147, mælir meiri hl. allshn. með því, að þetta frv. verði samþ. Ég sé, að hv. minni hl. er annarrar skoðunar og vill, að afgreiðsla málsins verði þannig, að það verði samþ. rökstudd dagskrá.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara að fjölyrða um þetta mál. Við 1. umr. málsins var gerð af hæstv. félmrh. mjög ýtarleg og glögg grein fyrir ástæðunum til þess, að þessi brbl. voru gefin út, og þeim aths., sem fram komu þá, var þá greinilega svarað, og ég sé enga ástæðu til þess að vera að fjölyrða um það frekar. Ég hygg, að það muni fátt nýtt koma fram um málið, og sé ekki ástæðu til þess að eyða tíma í það.

Meiri hl. n., eins og ég áður gat um, leggur eindregið til, að málið verði samþ.