13.02.1956
Neðri deild: 69. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í C-deild Alþingistíðinda. (1623)

92. mál, heilsuverndarlög

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Í frv. því, sem liggur fyrir um almannatryggingar, er gert ráð fyrir því, að kaflinn um heilsugæzlu verði numinn úr lögum, en ákveðið, að sjúkrasamlögin í landinu skuli starfa áfram. Til samræmis við þá breytingu er lagt til að gera smávægilega breytingu á lögum um heilsuverndarstöðvar á þann veg, að inn í þau lög verði felld ein grein, þar sem ákveðið er, að ráðh. skuli skipa fasta lækna heilsuverndarstöðva og greiðist laun þeirra úr ríkissjóði. Heilbr.- og félmn. mælir með því einróma, að frv. þetta verði samþykkt.