16.12.1955
Efri deild: 32. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í B-deild Alþingistíðinda. (187)

86. mál, laun starfsmanna ríkisins

Frsm. meiri hl. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Út af brtt. hv. 4. þm. Reykv. (HG) viðvíkjandi póstmönnum vil ég leyfa mér að vitna til yfirlýsingar, sem frsm. fjhn. í hv. Nd. gaf, þegar málið var þar til umr., en hann sagði svo:

„Þá vil ég flytja þá yfirlýsingu hér í samráði við ráðherra póst- og símamála og fjmrh., að við gildistöku laganna, ef þetta frv. verður samþykkt, eða þegar það verður samþykkt, munu póstafgreiðslumenn, sem hafa starfað lengi og gegna ábyrgðarmiklum störfum, verða gerðir að 2. stigs fulltrúum.“

Í trausti til þessarar yfirlýsingar lítur meiri hl. svo á, að því er þetta atriði málsins varðar, að hann geti ekki mælt með því, að nein breyting verði gerð á frv. á þessu stigi.