26.03.1956
Neðri deild: 96. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í C-deild Alþingistíðinda. (1920)

83. mál, félagsheimili

Eggert Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. heilbr: og félmn. fyrir afgreiðslu þessa máls, þó að nokkuð seint sé, og eins og hv. frsm. hefur þegar getið um, er hér um smávægilega breytingu að ræða, en gæti orðið nokkur vísir að því, að verkalýðsfélögin yrðu viðurkennd í þessum byggingarmálum eins og önnur menningarfélög. Og þó að áliðið sé nú þessa þings og við því búizt, að innan skamms muni því slitið, þá vænti ég þess, að þar sem n. mælir nú með frv. einróma eftir tveggja þinga umr. áður, megi málið nú sigla hraðbyri í gegnum þingið, eins og hv. frsm. gat um.