28.03.1956
Efri deild: 104. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í C-deild Alþingistíðinda. (1926)

83. mál, félagsheimili

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég skal ekki ræða efni málsins. Það er hv. dm. öllum kunnugt. Þetta mál var afgr. með fullu samkomulagi í hv. Nd. og er eitt af þeim málum, sem gert var ráð fyrir að mætti ljúka hér á þessu þingi. Ég vil því, um leið og ég legg til, að málinu verði vísað til 2. umr., leyfa mér að bera undir hæstv. forseta, hvort hann vill ekki fyrir sitt leyti fallast á, að það gangi nefndarlaust í gegnum deildina, ef menn greiða atkv. gegn því, ef upp verður borið, að málinu verði vísað til nefndar. Það var um málið fullkomið samkomulag í hv. Nd., og er það eitt af þeim málum, sem gert var ráð fyrir að ljúka mætti á þinginu.

Viðvíkjandi endurskoðun á lögunum vil ég segja það, að það er einmitt ágætt, áður en sú endurskoðun fer fram, að fyrir liggi þingvilji um, hvort þessu atriði skuli bætt inn í lögin, sem hér er um að ræða.