28.03.1956
Efri deild: 104. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í C-deild Alþingistíðinda. (1930)

83. mál, félagsheimili

Forseti (GíslJ):

Út af ummælum hv. 1. þm. Eyf. (BSt) vil ég benda á, að það er ekkert nýtt atriði, að mál fái athugun í annarri nefnd í Ed. en í Nd. Vil ég m.a. benda á, að hér var afgreitt mál í sambandi við raforkuframkvæmdir, sem var í fjhn. Nd., en hér í iðnn. þessarar hv. d. Það er út af fyrir sig ekki neitt nýtt atriði.

Ég hef einnig skýrt frá því, hvers vegna ég tel rétt, að málið fari til fjhn., og ef ekki koma aðrar till. upp um það, þá ber ég það upp.

Frv. vísað til heilbr.- og félmn. með 9:3 atkv.