14.03.1956
Sameinað þing: 46. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í D-deild Alþingistíðinda. (2232)

21. mál, heyverkunaraðferðir

Frsm. (Helgi Jónasson):

Herra forseti. Fjvn. hefur haft þessa till. til athugunar á fundum sínum og sent hana til umsagnar Búnaðarfélagi Íslands, sem lagði til, að till. yrði samþykkt nokkuð breytt. Í þessari till. er gert ráð fyrir að kjósa fimm manna milliþinganefnd til að athuga málið, en búnaðarþing lagði til, að það yrði nefnd innan Búnaðarfélags Íslands, verkfæranefnd og tilraunanefnd búfjárræktar, sem fengi málíð til athugunar. Fjvn. fellst á þetta sjónarmið og álítur eðlilegt, að þessari nefnd verði falið að athuga það, sem í till. felst. Að öðru leyti hefur nefndin ekki séð ástæðu til þess heldur að taka tillit til kostnaðar við þessa nefndarskipun, því að í fjárlögum er gert ráð fyrir því að veita 100 þús. kr. til þessara rannsókna, og leggur til, að till. verði samþ. með þeim breytingum, sem um er getið á þskj. 472.