16.03.1956
Neðri deild: 88. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 77 í D-deild Alþingistíðinda. (2252)

139. mál, blaðamannaskóli

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Menntmn. d. hefur athugað þessa till. og mælir einróma með samþykkt hennar. Ég vil aðeins vísa til framsöguræðu minnar um daginn fyrir þessu máli og þarf þar engu við að bæta.

Ég vil taka það fram, að þess er að sjálfsögðu óskað, að þeim undirbúningi, sem tillagan fer fram á um stofnun blaðamannaskóla, verði hraðað, þannig að hún geti komið til framkvæmda næsta haust, ef nokkur tök eru á. Ég geri ráð fyrir því, að þessi undirbúningur fari fram í nánu samráði við háskólann og Blaðamannafélag Íslands, og eftir þeim undirtektum, sem mál þetta hefur fengið hjá háskólarektor, má vænta þess, að frá háskólans hendi verði ekkert því til fyrirstöðu að hefja slíka kennslu mjög fljótlega.

Nefndin sem sagt mælir einróma með samþykkt till.