21.03.1956
Sameinað þing: 48. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í D-deild Alþingistíðinda. (2302)

173. mál, Tungulækur í Landbroti

Frsm. (Jón Kjartansson):

Herra forseti. Fjvn. sendi þessa till. til umsagnar bæði vegamálastjóra og raforkumálastjóra. Báðir þessir aðilar mæla með því, að sú athugun fari fram, sem till. fjallar um. Í umsögn raforkumálastjóra er tekið fram, að áætlunar- og vatnsmælingadeild raforkumálastjóra sé þess reiðubúin að gera mælingar við Tungulæk og athuga möguleika á því að veita kvísl úr Skaftá yfir í lækinn og það verði gert þegar á næsta sumri. Er vafalaust heppilegast, að þessari deild verði falin þessi athugun, og mælir fjvn. einróma með því, að þáltill. verði samþykkt.