06.12.1955
Neðri deild: 27. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í B-deild Alþingistíðinda. (232)

110. mál, raforkulög

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Frv. þetta er flutt af ríkisstj. og er um viðauka við raforkulög. Í lögunum er gert ráð fyrir lántökum handa raforkusjóði eða rafmagnsveitum ríkisins, og þegar þau ákvæði voru sett í lög, mun hafa verið gert ráð fyrir því, að ríkið tæki slík lán handa raforkusjóði og rafmagnsveitunum. Nú hefur hins vegar verið samið við banka um það, að raforkusjóður verði lántakandi, en ríkið ábyrgist lánin, og vantar þá í lögin heimild handa ríkisstj. til að taka ábyrgð á slíku láni. Er það efni frv. að heimila fjmrh. að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs greiðslu á slíkum lánum, allt að 200 millj. kr.

Fjhn. er sammála um að mæla með frv. með lítils háttar breytingu, sem er í nál. á þskj. 160. Er brtt. aðeins um leiðréttingu á frv., því að fallið hafði niður í fyrirsögn þess að geta um númer og útgáfudag raforkulaganna.