27.03.1956
Sameinað þing: 51. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 251 í D-deild Alþingistíðinda. (2450)

19. mál, varnarsamningur við Bandaríkin

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vildi, áður en þær tvær till., sem næstar eru, koma til atkv., gera grein fyrir því, hver er afstaða okkar þingflokks, og um leið fara fram á það, að verði till. 641 ekki samþykkt, þá verði brtt. á þskj. 623 borin upp í tvennu lagi.

Þingflokkur Sósfl. er, eins og þegar hefur komið fram, andvígur fyrri málsgr. tillgr. á þskj. 623, að svo miklu leyti sem í henni felst samþykki á þeirri hernámsstefnu, sem framkvæmd hefur verið undanfarin ár, og samþykki á þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu.

Verði brtt. Finnboga R. Valdimarssonar á þskj. 641 hins vegar felld og ef eigi verður annars kostur en greiða atkv. um brtt. á þskj. 623 eins og hún er, mun þingflokkurinn greiða atkv. með henni, og gildir það samþykki hans, með tilvísun til þess, sem ég að framan hef sagt, um síðari málsgr., sem er höfuðefni till. — En ég óska þess eindregið, ef till. á þskj. 641 verður ekki samþ., að till. á þskj. 623 verði borin upp í tvennu lagi við báðar atkvgr.

Brtt. 641 felld með 39:10 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: GJóh, HV, KGuðj, LJós, SG, BergS, BrB, EOl, FRV, GilsG.

nei: GíslG, GíslJ, GÍG, GÞG, HÁ, HG, HelgJ, HermJ, IngF, IngJ, JóhH, JJós, JK, JS, KK, KJJ, LJóh, MJ, ÓTh, PZ, PÞ, PO, SÁ, SB, SÓÓ, SkG, StgrSt, VH, AE, ÁB, BSt, BBen, BÓ, EggÞ, EI, EirÞ, EmJ, EystJ, JörB.

3 þm. (GTh, JPálm, JR) fjarstaddir.

Brtt. 655 felld með 35:9 atkv.

Brtt. 263,1 samþ. með 31:18 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: EOl, EirÞ, EmJ, EystJ, FRV, GilsG, GíslG, GÍG, GJóh, GÞG, HÁ, HV, HG, HelgJ, HermJ, KGuðj, KK, LJós, PZ, PÞ, SG, SkG, StgrSt, VH, AE, ÁB, BergS, BSt, BrB, EggÞ, JörB.

nei: GíslJ, IngF, IngJ, JóhH, JJós, JK, JS, KJJ, LJóh, MJ, ÓTh, PO, SÁ, SB, SÓÓ, BBen, BÓ, EI.

3 þm. (GTh, JPálm, JR) fjarstaddir.

1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkv.: