08.02.1956
Sameinað þing: 38. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 340 í D-deild Alþingistíðinda. (2625)

121. mál, póstflutningar með flugvélum til Austurlands

Forseti (JörB):

Ég vil taka það fram út af orðum hv. flm., 11. landsk., að þegar umr. fór fram um þetta mál hér fyrir nokkru og henni var frestað og fundi þá jafnframt slitið, var það alls ekki sakir þess, að þetta mál var til meðferðar, að sú frestun og fundarslit stæðu eitthvað í sambandi við það. Nú þori ég ekki að staðhæfa, hvort venjulegur fundartími hefur verið þrotinn. þegar ég sleit fundi, en hafi það ekki verið, þá stafar það af því. að umr. hélt ekki áfram um málið, að það hefur legið ósk fyrir hjá mér um, að fundi yrði ekki haldið lengur áfram af einhverjum ástæðum, en á engan hátt. að það hafi verið þess valdandi, að þetta mál var til meðferðar. Það er fjarri því. Ég vil því vona, að hv. flm. taki þetta alveg trúanlegt.