16.02.1956
Sameinað þing: 40. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 452 í D-deild Alþingistíðinda. (2803)

154. mál, glersteypa

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég kvaddi mér hljóðs, og er mikið til það sama, sem ég vildi sagt hafa, og hv. síðasti ræðumaður. Ég tel, að þessi fsp. sé alveg óþingleg og eigi þar af leiðandi ekki að leyfast. Og það er eitt, sem er áreiðanlegt og víst, að sé fsp. eins og þessi talin vera þingleg og leyfð, þá mun það draga fleiri dilka á eftir sér í sambandi við starfsemi bankanna. Að öðru leyti vil ég segja það, að ég tel till. sjálfa meinlausa út af fyrir sig í sambandi við Glersteypuna og mætti vel hér í þingi gefa allar þær upplýsingar, sem verið er að spyrja um. Það er ekki það, sem skiptir máli í þessu sambandi, heldur hitt, hvort slíkar fsp. almennt um viðskipti bankanna við fyrirtæki sín séu taldar þannig lagaðar, að rétt sé að leyfa þær og svara þeim á þingi.