07.11.1955
Neðri deild: 15. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1375 í B-deild Alþingistíðinda. (2863)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil benda hæstv. forseta á, að í þingsköpunum er greinilega tekið fram í 31. gr., þegar búið er að ræða um fyrirspurnir í Sþ.:

„Rétt er alþingismönnum einnig að nota sér heimild 54. gr. stjórnarskrárinnar um að beiðast skýrslu ráðherra í þingdeildum.“

54. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Heimilt er hverjum alþingismanni að bera upp sérhvert almennt mál í þeirri þingdeild, sem

hann á sæti í, ef hún leyfir það, og beiðast um það skýrslu ráðherra.“

Það er tvímælalaus réttur hvers einasta þingmanns í þessari deild að bera fram, hvort sem það er fyrirspurn eða biðja um skýrslu ráðherra um hvaða mál sem hann vill. Ráðherra ræður, hvort hann svarar, forseti ræður, hvort hann gefur orðið án þess að bera það undir þingmenn. En ef forseti er á því af einhverjum ástæðum, að það væri ekki rétt, þá ber honum a.m.k. að bera það undir þingdeild og láta þingdeildina skera úr, hvort það er rétt.