16.01.1956
Neðri deild: 42. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1393 í B-deild Alþingistíðinda. (2880)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er nú liðinn hálfur janúar og bátaflotinn liggur bundinn í höfn og við erum hér á Alþingi ekki enn farnir að ræða nein þau mál frá hæstv. ríkisstj., sem gætu leyst þau vandamál, sem binda hann og eru smám saman að stöðva togarana. Það hefur nokkrum sinnum, ýmist utan dagskrár eða öðruvísi, komið til umræðu hér við hæstv. ríkisstj., hvort hún hyggst ekki að gefa okkur einhverja skýrslu um sínar hugmyndir í þessum efnum, og nú er svo komið, að hér í þessari hv. d. hefur verið fundur riflega annan hvern dag í síðustu viku, og svipað er ástatt í efri deild, og þegar við svo minnumst þess, að hæstv. forsrh. sagði hér fyrir nokkru við okkur, að hann vildi ekki eyða dýrmætum tíma þingsins í umræður um mál, sem varða þó alla þjóðina, þá vildi ég mega upplýsa hæstv. ríkisstjórn um, að við værum reiðubúnir að taka á móti skýrsin frá henni og að það væri óhætt fyrir hana að eyða dýrmætum tíma þingsins í að lofa þinginu að heyra og fylgjast með í því, sem hún nú er að ræða. Sannleikurinn er, að við sitjum hér svo að segja starfslausir, eftir að sá háttur er tekinn upp, að allar nefndir að heita má eru hættar yfirleitt að skila nefndarálitum og öll mál þess vegna stöðvuð í nefndum, — þá sitjum við hér uppi starfslausir, Alþingi, á meðan við bíðum eftir, hvort hæstv. ríkisstj. finnur einhverja lausn. Og et hæstv. ríkisstj. finnur ekki neina lausu í þessum málum, sem hún treystir sér sem heild til að leggja fyrir Alþingi, þá held ég að væri tími kominn til fyrir hana að skýra þingheimi frá sínum vandræðum.

Hér hefur verið óskað eftir skýrslum, hagfræðingaskýrslum og öðru slíku. Ekkert hefur verið látið í té, ekki nokkur skapaður hlutur, sem þingmenn gætu byggt á. Ég veit, að hæstv. ráðherrum er illa við að svara miklum fyrirspurnum utan dagskrár, en ég vildi þó mega kasta fram, hvort ekki væri nein von á, að hæstv. ríkisstj. segði Alþ. frá, hvað við blasir í sjávarútvegsmálunum, — við sjáum að vísu allmikið af því, en vitum þó ekki allar orsakir, — og hvort hún er nokkuð nær því en í byrjun mánaðarins að koma sér niður á tillögur um lausn í þessum málum og hvort henni finnst ekki tími til kominn að fara að tala við þingið um þessi mál. Ég held, að vegna sóma þingsins, hvað sem annars er um hæstv. ríkisstj., sé ekki annað fyrir hendi en fara að ræða þessi mál, og ef hæstv. ríkisstj. gerir ekki gangskör að því og gefur okkur tækifæri til þess, þá verðum við á annan hátt að skapa það tækifæri sjálfir.