09.02.1956
Efri deild: 63. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1400 í B-deild Alþingistíðinda. (2889)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Tvö af þeim málum, sem hæstv. ráðh. var að kalla eftir, eru hjá allshn. Þar er ég formaður og vil gjarnan skýra honum frá, hvernig málið stendur, enda þótt honum sé um annað þeirra kunnugt áður.

Ég hef sagt honum það áður, að Lárus Jóhannesson hrl., þm. Seyðf., væri á móti frv. um prentrétt eins og það væri. Það eru nú komnar til hans um málið, ekki n., umsagnir bókaútgefenda og lögfræðinga hér í bænum, ég veit ekki hvað margra, hann hefur verið að vinna í því, og meðan hann er með þær, væntanlega ekki með sér í ferðalaginu, en heima í sinni skrifborðsskúffu eða á einhverjum öðrum stað, þar sem hann geymir þær vel, kannske bara í sínu höfði, ég skal ekkert segja um það, verður það mál ekki tekið fyrir. Ég vinn ekki að því að taka það fyrir, fyrr en hv. þm. Seyðf. kemur heim, svo að hann geti komið að þeim athugasemdum, sem bókaútgefendur og lögfræðingarnir í bænum hafa við það að gera og hann hefur hjá sér.

Hvað frv. um ríkisborgararéttinn snertir, þá er það að vísu rétt, að það er búið að vísa því til n„ en n. hefur ekki enn þá fengið eitt einasta gagn, sem á að fylgja því, hvorki frá stjórnarráðinn né neins staðar frá. En fyrr en hún fær þau gögn, getur hún ekki tekið það til meðferðar.