24.01.1956
Sameinað þing: 29. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1407 í B-deild Alþingistíðinda. (2909)

Minning Jakobs Möllers

Forseti (JörB):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 23. jan. 1956.

Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til að sækja 4. þing Norðurlandaráðs og mun því ekki geta setið á Alþingi næstu tvær vikur, er þess hér með óskað með skírskotun til 144. gr. kosningalaganna, að varamaður minn, Tómas Árnason deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, taki á meðan sæti mitt á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Forseti efri deildar, Gísli Jónsson. Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Ég vil biðja hv. kjörbréfanefnd að gera svo vel að rannsaka kjörbréf varaþingmannsins og mun velta 10 mín. fundarhlé, á meðan rannsókn á bréfinu fer fram. — [Fundarhlé.]