24.01.1956
Neðri deild: 49. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1408 í B-deild Alþingistíðinda. (2912)

Minning Jakobs Möllers

forseti (HÁ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf :

„Reykjavík, 23. jan. 1956.

Þar sem ég er á förum til útlanda til að sækja 4. þing Norðurlandaráðs og mun því ekki geta setið á Alþingi næstu tvær vikur, er þess hér með óskað með skírskotun til 144. gr. kosningalaganna, að varamaður minn, Kristinn Gunnarsson forstjóri, taki á meðan sæti mitt á Alþingi.

Emil Jónsson.

Til forseta neðri deildar.“

Ég leyfi mér að bjóða Kristin Gunnarsson velkominn til starfa hér hjá okkur í deildinni.