28.03.1956
Efri deild: 107. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1417 í B-deild Alþingistíðinda. (2977)

Starfslok deilda

Haraldur Guðmundsson:

Ég vil leyfa mér og tel víst, að ég megi mæla það fyrir hönd allra deildarmanna, að þakka hæstv. forseta fyrir ágætt samstarf og röggsama fundarstjórn, bæði á þessu þingi, sem nú er að enda, og fyrri þingum. Ég veit ég mæli það einnig fyrir hönd allra þingmanna, þegar ég árna honum og fjölskyldu hans alls hins bezta. Ég vil biðja hv. þdm. að rísa úr sætum og taka undir þakkir mínar og árnaðaróskir til hæstv. forseta. — [Deildarmenn risu úr sætum.]