28.03.1956
Neðri deild: 100. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1418 í B-deild Alþingistíðinda. (2980)

Starfslok deilda

Einar Olgeirsson:

Ég vil leyfa mér, og ég veit, að ég mæli það fyrir munn allra hv. þdm., að þakka hæstv. forseta fyrir góðar óskir í okkar garð. Ég vil jafnframt fyrir hönd allra hv. þingdeildarmanna þakka honum fyrir réttláta og röggsama fundarstjórn og gott samstarf við okkur þm., bæði nú á þessu þingi og á þessu kjörtímabili. Ég vil svo óska hæstv. forseta alls góðs og biðja hv. þm. um að rísa úr sæti og taka undir árnaðaróskir mínar til hans. —[Deildarmenn risu úr sætum.]