15.03.1956
Neðri deild: 87. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 773 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

163. mál, þjóðskrá og almannaskráning

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta mál. Það er komið frá hv. Ed. og hefur gengið gegnum þá hv. d. breytingarlaust. Allshn. hv. Nd. hefur kynnt sér málið og er samþykk því að mæla með, að það gangi fram óbreytt eins og það liggur fyrir. Það er ekkert vafamál, að samkvæmt slíkri lagasetningu verður manntal og skráning manna í landinu miklu öruggari en tíðkazt hefur til þessa, og er rétt að greiða fyrir því.