20.03.1956
Neðri deild: 90. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 776 í B-deild Alþingistíðinda. (650)

172. mál, eignarskattsviðauki

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Þetta frv. er um það, að á árinu 1956 skuli innheimta eignarskatt með 50% álagi. Slíkt álag hefur verið reiknað á eignarskattinn allmörg undanfarandi ár og lagaákvæði um það framlengd fyrir eitt ár í senn. Frv. var upphaflega lagt fram í Ed., sem afgreiddi það óbreytt, og fjhn. þessarar d. leggur til samkv. nál. á þskj. 498, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir. Að vísu voru tveir nm. forfallaðir, þegar n. tók þetta fyrir, en ekki er vitað um neinn ágreining um málið.