22.03.1956
Neðri deild: 91. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 866 í B-deild Alþingistíðinda. (779)

180. mál, loftflutningar milli landa

Frsm. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Á árinu 1929 gerðist Ísland aðill að alþjóðasamningi um loftflutninga. Þessi samningur var svo lögfestur 1949. Á samningi þessum hafa nú verið gerðar breytingar á fundi, sem haldinn var í Haag í september 1955, og hefur verið ákveðið, að Ísland gerist einnig aðili að þeim breytingum, sem á þeim fundi voru gerðar. Nefndin mælir því með, að frv. verði samþykkt óbreytt.