20.10.1955
Efri deild: 7. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (83)

15. mál, tollskrá o. fl.

Haraldur Guðmundsson:

Ég vil í tilefni af ræðu hv. 2. landsk. (BrB) og þeim ummælum, sem þér hafa fallið, segja það, að ég mun taka þessa till. mína aftur til 3. umr. í trausti þess, að málið fái athugun fyrir þann tíma, og ef möguleiki opnaðist fyrir viðræðum á víðari grundvelli en þetta, þá mundi ég gjarnan vilja taka þátt í þeim.

Viðvíkjandi því, sem hv. síðasti ræðumaður, 1. þm. Eyf. (BSt), sagði hér áðan, að þeir, sem gerðu kröfur til ríkissjóðsins, yrðu að vera við því búnir að sjá honum fyrir tekjum, þá má að vissu leyti kannske segja, að það sé rétt. En ég man ekki betur en að hér rigni árlega og séu jafnvel samþ. frv. og till. frá honum og hans flokksmönnum um aukin útgjöld úr ríkissjóði, án þess að nokkrar till. fylgi þeim um, hversu fjár til þess skuli aflað. — En till. mína tek ég aftur til 3. umr.