27.03.1956
Neðri deild: 98. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í B-deild Alþingistíðinda. (933)

128. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað þetta frv. og hefur gert að till. sinni, að bætt verði við nokkrum mönnum inn á frv. Allir hafa þeir tilskilin réttindi, sem venja er að séu látin gilda fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Umsóknir þessara manna bárust svo seint þinginu, að hv. Ed. gat ekki tekið þær til meðferðar. Um aðrar umsóknir, sem fyrir þinginu liggja, heldur en þær, sem hér eru á þessu frv. og þskj. 624, er það að segja, að umsækjendurnir uppfylla ekki þau skilyrði, sem gerð hafa verið til veitingar ríkisborgararéttar. — Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða um málið.