23.02.1956
Neðri deild: 75. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 981 í B-deild Alþingistíðinda. (967)

89. mál, almannatryggingar

Forseti (HÁ):

Mér virðist þetta ekki veigamikil röksemd hjá hv. 9. landsk. þm., því að einmitt það atriði, sem hann nefndi, er búið að ákveða, að ég ætla, með hinni till., og þrátt fyrir það að ég léti áðan í það skína, að ég gæti gjarnan borið till. upp, þá virðist mér eftir þessa röksemdafærslu og ábendingu hv. 9. landsk. það ekki vera réttmætt og mun því ekki fallast á það. Mér virðist ekki þurfa meira málþóf um þetta atriði. Ég hygg, að þetta muni vera rétt, sem forseti hefur sagt í þessu efni, og að hv. tillögumenn geti unað þeim úrskurði, sem ég hef fellt í þessu efni.