11.10.1956
Sameinað þing: 1. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. meiri hl. 1. kjördeildar (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Fyrsta kjördeild hefur svo sem lög gera ráð fyrir rannsakað kjörbréf þeirra hv. þm., sem sæti eiga í þriðju kjördeild, en það eru þessir hv. þm.: Alfreð Gíslason, 1. landsk. þm., Ágúst Þorvaldsson, 1. þm. Árn., Áki Jakobsson, þm. Siglf., Ásgeir Bjarnason, þm. Dal., Benedikt Gröndal, 5. landsk. þm., Björgvin Jónsson, þm. Seyðf., Björn Jónsson, 8. landsk. þm., Gísli Guðmundsson, þm. N-Þ., Gunnar Thoroddsen, 6, þm. Reykv., Gylfi Þ. Gíslason, 3. landsk. þm., Halldór E. Sigurðsson, þm. Mýr., Haraldur Guðmundsson, 4. þm, Reykv., Ingólfur Jónsson, 1. þm. Rang., Jóhann Hafstein, 5. þm. Reykv., Jón Kjartansson, þm. V-Sk., Karl Guðjónsson, 2. landsk. þm., Lúðvík Jósefsson, 2. þm. S-M., og Sveinbjörn Högnason, 2. þm. Rang.

Alls eru þetta 18 kjörbréf, Kjördeildin varð ekki sammála um afgreiðslu allra kjörbréfanna. Meiri hl. kjördeildarinnar leggur til, að öll kjörbréfin verði tekin gild. Minni hl. hefur sérstöðu um kjörbréf þeirra hv. þm. Benedikts Gröndals, 5. landsk. þm., og hæstv. menntmrh., Gylfa Þ. Gíslasonar, 3, landsk. þm, Mun frsm. minni hl. væntanlega gera grein fyrir þeirri sérstöðu.