08.02.1957
Neðri deild: 52. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1134 í B-deild Alþingistíðinda. (1075)

10. mál, dýravernd

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. menntmn. og frsm. hennar fyrir þá vinnu, sem n. hefur lagt í að gerskoða þetta frv. Ég vil aðeins taka það fram, að ég fyrir mitt leyti get fallizt á þau rök, sem hv. frsm. nefndarinnar flutti fyrir hönd n. fyrir þeim brtt., sem n. hefur flutt á þskj. 226, og mæli með því, að þær brtt. nái fram að ganga. Ég vil mjög eindregið óska þess, að frv. haldi síðan áfram og verði afgreitt úr þessari hv. d. sem fyrst, þannig að von geti verið til þess, að frv. nái samþykki á Alþingi því, er nú situr.