11.04.1957
Neðri deild: 85. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1155 í B-deild Alþingistíðinda. (1131)

137. mál, happdrætti

Fram. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Mál það, er hér liggur fyrir, er stjórnarfrv., flutt samkv. tilmælum Háskóla Íslands, en meginefni þess er að beimila að hækka hluti í happdrætti háskólans úr 40 þús. kr. í 55 þús. kr., en happdrætti háskólans er sem kunnugt er rekið í því skyni að afla fjár til byggingarframkvæmda á vegum háskólans.

Fjhn. hefur athugað frv. þetta og leggur einróma til, að það verði samþykkt.