03.04.1957
Sameinað þing: 49. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2329 í B-deild Alþingistíðinda. (117)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það er unnið að bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 1956, og verði því bráðabirgðauppgjöri lokíð, áður en þingi lýkur, sem ég vona fastlega að verði, mun ég gefa hv. Alþ. upplýsingar um það, þegar það liggur fyrir. Á hinn bóginn er nú þegar augljóst af öllum sólarmerkjum, að greiðsluafgangur verður enginn slíkur, að til umráða komi nokkurt fé til ráðstöfunar í því sambandi. Það er nokkurn veginn augljóst. Það sjáum við á þeim upplýsingum, sem við höfum um greiðslur og annað þess konar. En sem sagt, ég mun leggja áherzlu á að gefa hv. Alþ. yfirlit um afkomuna, áður en því lýkur.