03.05.1957
Efri deild: 93. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1197 í B-deild Alþingistíðinda. (1220)

109. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. minni hl. (Jón Kjartansson):

Herra forseti. Ég tek undir þau ummæli hv. frsm. meiri hl., að ekki er þörf á að vera að ræða þetta mál hér. Það er búið að ræða það svo mikið á Alþingi. Minni hl. lítur svo á, að slík breyting sem með frv. er farið fram á að gera eigi að gerast í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Minni hl. vill ekki eiga þátt í afgreiðslu frv., eins og það er borið fram. Hann leggur þess vegna til, að frv. verði fellt.