03.05.1957
Neðri deild: 91. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1250 í B-deild Alþingistíðinda. (1285)

126. mál, landnám, ræktun og byggingar í sveitum

Frsm. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Það hefur skinið í gegnum ræðu hv. 1. þm. Rang., að hann virðist vel muna eftir öllu, þegar hann er ekki í ríkisstj., en gleymir öllu, jafnharðan og hann stígur í ráðherrastólana, vegna þess að hann metur þá meira en málefnin. Ég vil enn fremur benda á það, til þess að það valdi ekki misskilningi, að hann lét í það skína, að sjálfstæðismenn hefðu verið þess hvetjandi, að sú endurskoðun færi fram á nýbýlalöggjöfinni, sem fram fór. En það var fyrir tilstilli hv. 1. þm. Eyf. og nokkurra annarra framsóknarmanna, að þessi till. var fram borin á þingi og samþykkt, og vafalaust hefur ráðh., hv. 1. þm. Rang., ekki treyst sér til að vera á móti málinu. En bv. þm. ætti ekki að vera að tala um blekkingar, því að ég veit ekki, hver blekkir meira hér í þingsölum en hv. 1. þm. Rang., og þeir menn, sem alltaf rangherma alla hluti, ættu að fara niður fyrir allar Hellur.