12.04.1957
Efri deild: 88. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1324 í B-deild Alþingistíðinda. (1380)

160. mál, húsnæðismálastofnun

Forseti (BSt):

Áður en atkvgr. fer fram, vil ég gera þá till., að þessu frv. verði vísað til hv. heilbr.- og félmn. Mér finnst það eiga að fara í þá nefnd. Að vísu snertir þetta frv. fjárhag, en það eru svo mörg frv., sem vísað er til annarra nefnda, og ef ætti að fara að hafa þá reglu að vísa öllum þeim frv. til fjhn., sem snerta eitthvað fjárhag ríkis eða bæja, þá mundu flest mál þangað eiga að fara. (Félmrh.: Ég get fallizt á þá till., að það fari til heilbr.- og félmn.) Er það till. ráðherrans þá? (Félmrh.: Já.) Það er till. ráðherrans. (Gripið fram í: Það var komin till. um fjhn.) Ja, hann tekur hana aftur og gerir aðra. (Gripið fram í: Við tökum hana upp.) Já, þá verður hún borin upp. (Gripið fram í: Á ekki að bera fyrst upp till., sem fyrst kom fram?) Jú, en hún er tekin aftur af flutningsmanni, og bann gerir aðra tillögu, og þessi kemur fram á eftir.