31.05.1957
Sameinað þing: 65. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2339 í B-deild Alþingistíðinda. (140)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Áður en gengið er til dagskrár og áður en þingi er slitið, vildi ég spyrjast fyrir um það, hvort ætlunin væri sú, að þingslit yrðu, áður en utanrmn. kysi þá undirnefnd til ráðgjafar við ríkisstj. í utanríkismálum, sem lögboðin er. Ef hæstv. ríkisstj. telur sig ekki þurfa á þessari aðstoð að halda, sýnist mér réttara, að lagaákvæðið sé numið úr lögum og um það verði teknar upp umræður hér á Alþingi, hvort svo skuli fara að. En ég vil benda á, að enn þá er ákvæðið í lögum og þess vegna skilst mér, að það sé ekki fært að slíta þingi, án þess að nefndin sé kosin.