24.05.1957
Neðri deild: 107. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1692 í B-deild Alþingistíðinda. (1558)

177. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. minni hl. (Jóhann Hafstein):

Ég hef ekkert um þetta að segja, hæstv. forseti, annað en það, að ég bið afsökunar á því, að ég skuli hafa brotið þingsköp með því að nefna þennan hæstv. ráðh.: hæstv. félagsmála-Hannibal, en ég gerði það nokkrum sinnum. Það er þá einnig sök hæstv. forseta að hafa ekki áminnt mig og talið það brjóta í bága við þingsköp að viðhafa slíkt óþinglegt orðbragð. En ræðan gefur ekki að öðru leyti tilefni til athugasemda.